Trendin sem staldra við

Tískustraumar koma og fara, sumir hverfa jafn hratt og þeir komu en aðrir stoppa lengur. Glamour hefur tekið saman nokkur trend sem voru áberandi á síðasta ári en munu halda áfram árið 2019, svo hægt sé að nýta flíkurnar, og kaup síðasta árs enn betur. 

Glamour/Getty

Tíska sem endist.
Nú eru enn fleiri farnir að hugsa sig tvisvar um þegar mjög ódýr fatnaður er keyptur. Á nýju ári skulum við vanda valið, kaupa færri og vandaðar flíkur sem endast okkur lengur. 

Hjólabuxurnar voru trend sem kom mjög á óvart síðasta sumar og héldum margir í fyrstu að yrði ekki langlíft. Hjólabuxur við stórar peysur og jakkafatajakka verður alveg jafn vinsælt á þessu ári og á því síðasta. 

Frá tískupalli Burberry.

Brúni liturinn var einn vinsælasti litur haustsins þegar kom að fatnaði og verður það ennþá þannig 2019. Tískuhús eins og Tibi, Burberry og Max Mara blönduðu saman ljósbrúnum tónum fyrir vorið. 

Eldrauð dragt á tískupalli Balenciaga.

Dragtir í öllum regnbogans litum voru áberandi hjá stærstu tískuhúsunum eins og Balenciaga, Gucci og Emporio Armani. Þetta er trend sem við viljum halda í aðeins lengur. 

Bambustöskurnar voru mjög vinsælar síðasta ár og verða það ennþá næsta sumar, ásamt ofnum leðurtöskum. Ekki einungis fyrir sólarlandaferðina, heldur einnig í vinnuna og út á lífið. 

Bambustaska frá Gucci.
Falcon frá Adidas.

Strigaskórnir hafa verið vinsælir síðustu ár, og er engan endi að sjá á því trendi. Við erum ekki alveg til í að sleppa þægindunum sem þessari tísku fylgir. 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.