Lady Gaga sigraði rauða dregillin í nótt

Leik- og söngkonan Lady Gaga kom, sá og sigraði á rauða dreglinum í nótt.  Allra augu voru á Lady Gaga, en hún var tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni A Star is Born. 

Þó hún hafi ekki farið heim með verðlaunin að þessu sinni má samt vera sammála um það að hún klæddist einum fallegasta kjól kvöldsins. Lady Gaga er auðvitað þekkt fyrir djarft fataval, en kjóllinn hennar var frá Valentino Haute Couture. Lady Gaga tók auka skref og spreyjaði hárið blátt við kjólinn.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.