Meghan Markle gæti snúið aftur í þáttunum Suits

Meghan Markle gæti snúið aftur í þáttaröðinni Suits samkvæmt fréttamiðlinum Daily Star. Hertogaynjunni hefur víst boðist að taka við hlutverkinu sem Rachel Zane Ross aftur, en spurningin er hvort hún muni taka því. 

Meghan lék Rachel í sjö ár í frægu sjónvarpsþáttunum. Meghan hætti í þáttunum árið 2018, en líf hennar breyttist mikið eftir að hún og Harry bretaprins urðu formlega par. Þegar hún varð formlega hluti af bresku konungsfjölskyldunni varð hún að gefa leiklistarferilinn upp á bátinn. 

Tilboðið hljómar mjög vel fyrir Meghan. Þátturinn hefur boðið henni tvo til sex milljónir dollara fyrir hvern þátt, aðeins fyrir það að leika lítið hlutverk. 

Það telst þó ólíklegt að hún taki tilboðinu verður að viðurkenna að það væri skemmtilegt að fylgjast með henni aftur í þáttunum. 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.