Sandra Oh finnur fyrir breytingum í Hollywood

Glamour/Getty

Leikkonan Sandra Oh skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í gærkvöldi, en hún varð fyrsti kvenmannskynnirinn af asískum uppruna á stórri verðlaunahátíð. Sandra var kynnir á Golden Globes í gærkvöldi.

Glamour/Getty. Andy Samberg og Sandra Oh.

Fjölbreytni, eða skortur á henni, hefur verið mikið umræðuefni í Hollywood síðustu ár, en Sandra taldi það myndi breytast í framhaldi af hátíðinni. Í ræðu sinni í gærkvöldi talaði hún um andlit breytinga í Hollywood. 

Síðar um kvöldið vann hún verðlaun fyrir besta leik í sjónvarpsseríu, sú fyrsta af asískum uppruna í um 40 ár. Í fallegri ræðu þakkaði hún foreldrum sínum fyrir á kóreysku og hneigði sig fyrir þeim. Twitter logaði í kjölfarið, og voru það margir af asískum uppruna sem þökkuðu fyrirmyndinni fyrir. 

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.