Rakel Unnur Thorlacius er enginn nýgræðingur þegar kemur að tísku og hefur hrærst í þeim heimi í mörg ár. Eftir menntaskóla gerðist hún verslunarstjóri í verslun sem selur notuð föt (e. vintage) hér á landi, nam stílista- og framleiðslunám við London College of Fashion og flutti loks til Kaupmannahafnar þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri hjá dönsku versluninni Wasteland Copenhagen.

Rakel flytur til Íslands í vor og hefur ákveðið að elta það sem hún hefur raunverulega ástríðu fyrir. Rakel hefur gerst eigandi Wasteland á Íslandi og opnar vintage verslunina í miðbæ Reykjavíkur í vor. 

Wasteland Copenhagen var stofnuð árið 2003 og er verslun með handvalinn fatnað fyrir karla og konur. Í Wasteland finnurðu mikið úrval af hljómsveitarbolum, skarti, skóm og sólgleraugum. Rakel segir verslunina muni koma með góða viðbót við flóruna sem er til staðar á Íslandi í dag. 

„Wasteland mun koma með breitt úval af vintage fatnaði og munum við selja föt frá Ameríku og Japan í þessu ekta vintage umhverfi. Ég verð sanngjörn því ég vil að ungir sem aldnir geti komið og verslað hjá mér,“ segir Rakel í samtali við Glamour. 

Glamour/Aðsend. Rakel Unnur.

Rakel segir marga kosti vera við fatnaðinn sem hún koma til með að selja. „Allt er gott við vintage fatnað. Þú kemur vel fram við umhverfi þitt með því að endurnýta fatnað sem er nú þegar til og einnig geturðu skapað þinn eigin stíl með því að eiga eitthvað sem enginn annar á.“ 

„Framtíðin lítur vel út fyrir áður notaðan fatnað. Sala hefur aukist hér í Danmörku vegna vitneskju fólks um að gott sé að endurnýta og fleiri búðir bætast við. Danir hafa verið mjög framarlega í endurvinnslu og hugsa vel um umhverfi sitt. Með meiri fræðslu um kosti þessa lífsstíls þá er ekki spurning um að þetta sé vaxandi markaður.“

Wasteland opnar á Ingólfsstræti 5 snemma í vor og þangað til mælum við með að fylgja Rakel á Instagram.

Rakel gefur góð ráð þegar kemur að því að versla áður notaðan fatnað. 

 1. Spurðu afgreiðslufólkið um hjálp ef þér finnst erfitt að finna hlutina. 
 2. Mátaðu allt sem þér líkar við því þú veist aldrei hvernig það lítur út á þér fyrr en þú ert komin/n í flíkina.
 3. Gefðu þér tíma, þú þarft hann ef þú ætlar að finna fjársjóðinn. 
 4. Þú munt alltaf geta fundið eitthvað fyrir þinn smekk sama þótt þú sért ekki vön/vanur að versla notuð föt.
View this post on Instagram

#copenhagenfashionweek

A post shared by Rakel Unnur Thorlacius (@rakelthorlacius) on

1 Comment
 1. goda dag,
  ma é spyrja hvort thu tekur ad ther ad selja vintage fot,sbr chloe jakka,christian dior jakka,celine tosku og belti ásamt chanel vintage skartgripum
  Bestu kvedjur
  gyda

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.