Klæddist hinum frægu Margiela skóm á rauða dreglinum

Cody Fern, stjarna sjónvarpsþáttanna American Horror Story, tók rauða dregilinn ekki of alvarlega á Golden Globes verðlaununum. Cody valdi sér hvorki jakkaföt né síðkjól, heldur gegnsæja skyrtu, víðar svartar buxur og hin frægu Tabi stígvél frá Margiela. 

Nú eru fáir sem þora að stíga út fyrir kassann þegar kemur að klæðaburði á rauða dreglinum, en við erum fegnar því að Cody gerði það. 

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.