Dúnúlpan er vinsælasta flíkin á tískuvikunni

Það eru nokkur trend sem hafa verið í tísku í nokkur ár og virðast ekki vera á leiðinni burt. Eitt af því trendi er dúnúlpan góða, sem eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga.

Herratískuvikan í London stendur nú yfir og er dúnúlpan mjög áberandi ef marka má götustílinn. Nú er hún flott í öllum útgáfum, bæði stutt og síð, og allir litir ganga upp. Karlmenn ættu ekki að vera hræddir við að klæðast síðum dúnúlpum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Susie Lau klæðist dúnúlpu í regnbogalitunum.
Skær litur frá toppi til táar.
Síðar dúnúlpur eru flottar yfir jakkafatabuxur og þunna prjónapeysu.
Þessir tveir eru flottir í fjólubláu í stíl.
Svona dúnúlpur hafa verið vinsælar í nokkur ár.
Mynstraðar dúnúlpur eru flottar.
Það er greinilega kalt í London þessa dagana.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.