Gaf öllum stelpunum tösku frá Louis Vuitton

Kim Kardashian var mjög gjafmild þessi jól og ákvað að gefa öllum börnunum, eða dætrum í Kardashian-fjölskyldunni Louis Vuitton tösku. Töskurnar keypti hún á ferðalagi sínu í Japan.

Kim segir frá kaupunum á Instagram, og segist hafa keypt tvær auka töskur „til öryggis“. Það eru nokkrar stelpur í fjölskyldunni, Kim á dæturnar North og Chicago, Kourtney Kardashian á dótturina Penelope, Khloé Kardashian á dótturina True, Kylie Jenner á dótturina Stormi Webster og bróðirinn Rob Kardashian á dótturina Dream. Þær fengu allar litla og litríka útgáfu af töskunni Speedy frá Louis Vuitton.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.