Anita Pallenberg var mikil tískufyrirmynd á sjöunda og áttunda áratugnum, en hún var fyrirsæta og leikkona. Stíll Anitu var hippalegur, kvenlegur og frjálslegur, og var hún ávallt vafin inn í stóra loðkápu.

Glamour/Getty. Michèle Breton, Anita Pallenberg og Mick Jagger árið 1968.

Anita fæddist í Róm á Ítalíu, en foreldrar hennar voru af sænskum og þýskum ættum. Hún hætti í skóla sextán ára gömul til að eltast við drauminn um að verða fyrirsæta. Hún komst fljótt að í þeim heimi, enda urðu margir heillaðir af ljósa hárinu og stóru bláu augunum. Tónlistin heillaði þó alltaf, eða tónlistarmennirnir kannski frekar. Frá árinu 1965 átti hún í stuttum samböndum við Brian Jones og Mick Jagger í The Rolling Stones. Anita heillaði marga og Keith Richards, sem var einnig í The Rolling Stones, var þar engin undantekning. Þau voru saman í fimmtán ár og eignuðust saman þrjú börn. Eftir erfiðan og flókinn tíma í heimi tónlistar og eiturlyfja skildu leiðir. Anita dó árið 2017, 73 ára að aldri. 

Anita árið 1971.

Anita hefur í gegnum tíðina veitt mörgum innblástur þegar kemur að tísku og þó að fatastíll hennar hafi verið skrautlegur þá var hann ávallt tímalaus. Horfum til Anitu þegar kemur að því að klæða okkur á nýju ári, síðar gerviloðskápur og skrautlegar buxur verða okkar uppáhaldsflíkur í janúar.

Brian Jones úr Rolling Stones með Anitu Pallenberg í kringum árið 1967.
Anita með syni sínum, en hún átti þrjú börn með rokkaranum Keith Richards.
Anita með syni sínum, Marlon.
Marianne Faithfull og Anita Pallenberg í kringum árið 1967.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.