Litrík förðun áberandi á Golden Globes

Förðun í öllum regnbogans litum var mjög áberandi á Golden Globes verðlaunahátíðinni. Litir eins og blár, rauður, grænn og rauður voru notaðir sem augnskuggar og oftar sem ekki var augnmálningin í stíl við kjólinn.

Glamour/Getty. Lili Reinhart lét augnmálninguna og kjólinn vera í stíl.
Camilla Belle með áberandi græna augnmálningu.
Blár maskari og augnblýantur hjá Nupita Nyong’o.
Janelle Monae fór alla leið í gullitaða litnum.
Rauði varaliturinn er alltaf flottur, hér á Laura Harrier.
Hárið á Lady Gaga var í stíl við kjólinn og augnmálningin í sama tón.
Emmy Rossum valdi ljósbleika litinn, á augun og fyrir kjólinn.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.