Margot Robbie leikur Barbie í kvikmynd um leikfangið fræga

Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika leikfangadúkkuna frægu Barbie í nýrri kvikmynd, en hún verður einnig framleiðandi ásamt leikfangafyrirtækinu Mattel og kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros.

Margot hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í kvikmyndunum I, Tonya, Mary The Queen of Scots og Suicide Squad. 

Glamour/Getty. Margot Robbie.

Mismunandi raddir heyrðust á Twitter í kjölfar fréttana. Margir fögnuðu ráðningu Margot en öðrum fannst hún ekki vera í takt við andrúmsloftið í dag. Á undanförnum árum hefur Mattel oft verið gagnrýnt fyrir barbídúkkuna, sem fyrst var ljóshærð, grönn og hvít kona. Mattel hefur síðan þá komið með fjölbreytnari úrval, bæði þegar kemur að útliti, húðlit og atvinnu.

Leikkonan Amy Schumer var fyrst valin fyrir hlutverk Barbie, en þurfti að hætta við þar sem tímasetningar gengu ekki upp.

Amy Schumer.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.