Klippti á sér hárið og lítur nú alveg eins út og Kim Kardashian

Kris Jenner, móðir og umboðsmaður nærri allra Kardashian-barnanna, hefur skipt um hárgreiðslu. Kris hefur verið með nánast sömu klippinguna í mörg ár, en ákvað að breyta til og lítur nú út nánast alveg eins og dóttir hennar, Kim Kardashian.

Það er auðvitað ekki skrýtið að móðir og dóttir séu líkar, en það er samt gaman að sjá hvað smávægilegar breytingar á hárgreiðslu geta gert.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.