Ný undirfatalína Rihönnu fagnar kvenlíkamanum

Ný undirfatalína frá merkinu Savage x Fenty, sem söngkonan Rihanna á, fagnar kvenlíkamanum í allri sinni dýrð.

Ásamt því að vera eigandi og hönnuður undirfatamerkisins á Rihanna einnig snyrtivörufyrirtækið Fenty Beauty. Rihanna og teymi hennar hafa alltaf fengið mikið lof fyrir fjölbreytni, bæði í auglýsingaherferðum, vöruúrvali og á tískupallinum. Í fyrra varð ein fyrirsætan að bregða sér af bæ og fór beint upp á fæðingardeild þar sem hún átti sitt fyrsta barn.

Undirfötin frá Fenty koma í mörgum stærðum, nærbuxur frá stærðum XS-XXXL og brjóstahaldarar frá 32AA-44DD, sem margir hafa fagnað.

Nú kynnir Savage x Fenty nýja undirfatalínu, sem inniheldur undirföt, náttkjóla og samfellur.

„Undirföt eru ekki einungis gerð til að sýna kvenlíkamann, það þarf að fagna honum og það er það sem við gerum hjá Savege x Fenty,“ segir Rihanna um undirfötin sín.

„Konan sem klæðist okkar fötum er valdamikil og örugg, hún ræður.“

Myndir/Savage x Fenty

Sjá meira á heimasíðu Savage x Fenty hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.