Bella Hadid klæðist flíkinni sem verður vinsæl í vor

Fyrirsætan Bella Hadid klæðist flíkinni sem verður vinsæl í vor, vinnufatavestinu. Vestið hennar Bellu er neongult á litinn og er úr karlalínu Louis Vuitton fyrir vorið 2019.

Bella klæddist vestinu yfir stóra skyrtu og strigaskó frá Louis Vuitton. Svona vesti munu koma til með að vera vinsæl í vor og eru reyndar mjög praktísk flík.

Glamour/Skjáskot
Glamour/Getty
Frá tískupalli Louis Vuitton.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.