Köflóttir frakkar áberandi á tískuvikunni

Árið 2019 byrjar með herratískuvikunum. Fyrsta vikan hófst í London en færði sig síðan yfir á Pitti Uomo í Flórens. Götustíllinn setur tóninn fyrir árið og er köflótta mynstrið það sem stendur verulega upp úr.

Köflótta mynstrið er alltaf klassískt og eru líklega margir sem eiga köflóttan trefil inni í skáp. Köflótti frakkinn er þó hvað mest áberandi, bæði litríkir en einnig í svörtum og brúnum tónum. Hér eru flottustu köflóttu flíkurnar á tískuvikunni að mati Glamour. 

Glamour/Getty
Blandaðu saman mismunandi köflóttu mynstri, í öllum litum.
Litrík köflótt kápa við svart kemur vel út.
Ekki hvíla hvítu buxurnar yfir vetrartímann heldur ganga þær vel upp við svart, brúnt og grátt.
Köflótt mynstur í mismunandi litum fer vel saman.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.