Lady Gaga biðst afsökunar á að hafa unnið með R. Kelly

Söngkonan Lady Gaga hefur beðist afsökunar á að hafa unnið með söngvaranum R. Kelly, en hann hefur verið ásakaður um kynferðisofbeldi af nokkrum konum. Lady Gaga sagðist aldrei muna vinna með honum aftur og ætlar að fjarlægja lagið sem þau gerðu saman, Do What U Want (With My Body, af tónlistarveitum.

Lady Gaga er sjálf fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir frá því á Twitter að hún standi með konunum sem hafa stigið fram gegn R. Kelly.

„Ég trúi og stend með þessum komum 1000%, ég veit að þær eru að þjást og mér finnst að raddir þeirra ættu að heyrast og þær séu teknar alvarlega,“ segir meðal annars í tilkynningu Lady Gaga.

Lady Gaga sagðist hafa unnið lagið á erfiðum og dimmum tíma í hennar lífi þegar hún hafði ekki sjálf komist yfir það kynferðisofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. Sjá tilkynninguna frá Lady Gaga hér fyrir neðan.


Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.