COS opnar á Íslandi

Verslunin COS mun opna á Íslandi síðar á þessu ári, segir í fréttatilkynningu. COS hefur höfuðstöðvar sínar í London en fyrsta verslunin opnaði árið 2007 í Bretlandi.

Íslendingar þekkja verslunina vel, en COS býður upp á klassískan og vandaðan fatnað á góðu verði. COS er með fatnað fyrir konur, karla og börn og eru sérstaklega góðir í prjónavörum. Enn hefur ekki komið fram hvar verslunin muni opna en Glamour mun fylgjast vel með.

MYND/COS

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.