Velja umhverfisvænt fyrir barnaherbergið

Það styttist verulega í að barn Meghan og Harry fæðist, og þó að þau hafi ekki sagt nákvæmlega til um hvenær það á að fæðast þá eru margir sem veðja á aprílmánuð.

Harry og Meghan eru byrjuð að innrétta barnaherbergið, í nýja heimili þeirra, Frogmore Cottage. Sagt er að þau séu einungis að íhuga umhverfisvænar vörur fyrir barnið og að málningin sem notuð verði á veggina sé vegan.

Einnig hefur verið sagt frá því að þau séu að nota sama innanhúshönnuð og Clooney-fjölskyldan og Beckham-fjölskyldan hafa notað, Vicky Charles. Meghan er nú orðin mikil fyrirmynd þegar kemur að tísku og mun líklega verða það núna þegar kemur að innanhúshönnun. Þá verður vegan málning nýja æðið.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.