BIOEFFECT prýðir verslunarglugga Harrod’s

Íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT prýðir verslunarglugga lúxusverslunarinnar Harrod’s í London. Í gluggunum er verið að leggja áherslu á EGF húðdropana.

SKJÁSKOT/BIO EFFECT

Í gluggunum er búið að endurgera húðdropana í risastórri stærð og er fallegur sæblár litur í kring og í bakgrunni. BIOEFFECT er á milli merkjanna Chanel og Kiehl’s, sem eru ein stærstu og vinsælustu húðvörumerkin í dag. Bioeffect sagði frá þessu á Facebooksíðu sinni, sjá hér fyrir neðan.

Við erum afar stolt af þessum flotta glugga í Harrods, London, þar sem EGF húðdroparnir okkar eru í aðalhlutverki ?✨

Posted by Bioeffect á Íslandi on Friday, January 25, 2019
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.