Victoria Beckham verður Kryddpía að eilífu

Eins og margir vita þá ætla Kryddpíurnar (Spice Girls) að koma aftur saman á tónleikaferðalagi sem hefst í febrúar. Victoria Beckham ætlar hins vegar ekki með, en ástæða þess er sú að hún hefur einfaldlega ekki tíma.

Fjölmiðlar þreytast þó ekki á að spyrja hana hvort að hún muni ekki skipta um skoðun og koma eitthvað fram með Kryddpíunum. Í spjallþættinum Good Morning America var hún spurð að því hvort það yrði ekki freistandi fyrir hana að stíga á svið. „Ja, ég veit ekki, sjáum til. Ég verð Kryddpía að eilífu og ég er svo stolt af öllu sem ég afrekaði. Ég er stolt af þeim,“ svaraði hún.

Fyrir þá sem voru vongóðir um að sjá Victoriu aftur sem hluta af hópnum urðu fyrir vonbrigðum þegar hún hélt áfram að tala. „Ég er með mitt fyrirtæki núna og ég get ekki gert þetta núna. En ég óska að þeim gangi vel og þetta verður frábært hjá þeim. Ég verð með þeim í anda.“

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.