Ímyndunaraflið nýtur sín í hátískunni

Þegar kemur að hátískunni þá fær ímyndunaraflið, listin og handverkið að njóta sín og minna er verið að hugsa um almennt notagildi fatnaðarins. Hátískuvikan kláraðist fyrr í vikunni í París, þar sem tískuhús eins og Valentino, Christian Dior, Balmain og Chanel sýndu línur sínar fyrir vorið og er líklegt að við munum sjá fatnaðinn á rauða dreglinum í vor.

En það er ekki einungis mikið lagt í fötin, heldur fengu förðunarmeistararnir líka að njóta sín. Glamour hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar myndir frá hátískuvikunni. 

Glamour/Getty. Fjaðrir voru límdar á augu á sýningu Valentino. 
Það var enginn að spara glimmerið á sýningu Givenchy.
Hver einasta fyrirsæta bar svona hatt á sýningu Christian Dior, en hattameistarinn Stephen Jones er hönnuður þeirra. Augun voru svo dökkmáluð með svörtum augnblýanti.
Meira er meira hjá Chanel. Hárið var blásið beint upp í loft, augu voru dökk og áberandi og varirnar málaðar rauðar.
Á sýningu Alexis Mabille var einungis rauður augnskuggi notaður en alvöru blóm voru fest í hárið.
Það var allt hvítt hjá Balmain, hárið, húðin, augabrúnir og varir.
Tískuhúsið sem lagði áherslu á náttúrulega förðun var Alexandre Vauthier. Þykkar augabrúnir, örlítill gylltur augnskuggi og náttúrulegur gloss er alveg nóg eins og sést hér.
Förðunin á sýningu Iris Van Herpen var náttúruleg, en blá rönd í hárinu setti punktinn yfir
i-ið.
Rauður og appelsínugulur voru áberandi hjá mörgum tískuhúsum eins og sést hér hjá Armani Privé. Þetta er förðun sem auðvelt er að herma eftir.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.