Tók mömmu sína með á rauða dregilinn

Leikarinn Bradley Cooper tók mömmu sína, Gloriu Campano, með á rauða dregilinn á SAG verðlaunahátíðinni. Sátu þau svo á borði með Lady Gaga og fleirum. Bradley Cooper er með fyrirsætunni Irinu Shaynk en þau hafa ávallt haldið sambandi sínu frá sviðsljósinu.

Mæðginin virðast nú vera ansi náin en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gloria fer með Bradley á þessar verðlaunahátíðir. Það er bara spurning hvora hann tekur með á Óskarinn, Gloriu eða Irinu.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.