Förðunin sem fer aldrei úr tísku

Þegar kemur að förðun þá er eitt útlit sem fer aldrei úr tísku, náttúrulegt andlit með rauðum vörum. Þetta er einnig fullkomið fyrir þá sem lítinn tíma hafa, því það tekur enga stund að skella á sig smá varalit.

Hér eru nokkur ráð frá förðunarsérfræðingum um hvernig má finna, og nota hinn fullkomna rauða varalit, samkvæmt franska Vogue.

Glamour/Getty. Bella Hadid.

Veldu réttan tón 
„Þó ég sé ekki mikill aðdáandi reglna þegar kemur að förðun, þá eru samt nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að rauða varalitnum. Hlýir appelsínu-rauðir tónar eru oftast betri fyrir ólífu/gula húðtóna, en kaldir-rauðir tónar eru betri fyrir kaldari húð (rauða og bláa tóna). En það eru alltaf undantekningar og ég mæli með að vera dugleg að prófa nýja liti til að finna út hvað virkar best fyrir þig“ segir förðunarmeistarinn Lisa Eldridge.

Hvaða förðun hentar fyrir rauðar varir?
„Mér finnst persónulega betra þegar andlitið og augun eru náttúrulegri því rauður varalitur er svo áberandi, þú þarft ekki að láta augnmálningu keppa við hann. Ég elska rauðan varalit með húðlituðum augnskugga og glansandi húð. En ég þekki samt marga sem fer vel að hafa dökk augu með rauðum vörum, svo það fer eftir andliti þínu. Ekki gleyma kinnalitnum!“

Hvernig er best að setja á sig rauðan varalit?

Það er best að sjá form varanna þegar munnurinn er lokaður. Svo haltu honum lokuðum þegar þú setur á þig varalitinn.

Ef varirnar eru þunnar, settu þá varalitinn beint á án þess að nota varablýant. Það lætur þig líta út eins og þú hafir haft þig til á fimm mínútum, áreynslulaust útlit.

Settu varalitinn á þig með fingrunum, svo að hann líti ekki út fyrir að vera of fullkominn.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.