Láttu varalitinn passa við fötin

Unga leikkonan Laura Harrier hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndunum Spider-Man: Homecoming og BlacKkKlansman, og er aðeins 28 ára gömul. Einnig hefur fataval hennar fyrir rauða dregilinn ekki verið af verri endanum og valdi hún sér skærbleikan kjól frá Loewe á SAG verðlaunahátíðina.

Það sem setti punktinn yfir i-ið var varaliturinn, sem var í sama lit og kjóllinn. Óljóst er hversu lengi förðunarmeistari hennar var að finna sama litinn.

Glamour/Getty

Varaliturinn er frá Chanel Rouge Allure Velvet í litnum Infrarose.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.