Fokk Ofbeldi 2019 frá UN Women

Þriðja hver kona í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi. Konur og stúlkur eru beittar ofbeldi og eru þolendur misbeitingu valds um allan heim. Þolinmæðin er á þrotum – byltingin er hafin.

UN Women á Íslandi kynnir nú Fokk Ofbeldi húfuna 2019 og rennur allur ágóði hennar til verkefna UN Women. Í herferðinni sitja Donna Cruz, Ísold Halldórudóttir, Kristinn Óli Haraldsson og Gabríel Jaelon Culver. Vodafone styrkir UN Women og stóð straum af kostnaði við framleiðslu Fokk Ofbeldi húfunnar.

Húfan er svört, með stöfunum FO í endurskini, sem lýsa á upp myrkur kvenna. „Það er ósk okkar hjá UN Women á Íslandi að landsmenn taki höndum saman, næli sér í FO húfu og lýsi stoltir upp myrkrið.“

Fokk Ofbeldi húfan fæst í verslunum Vodafone dagana 31.janúar – 14.febrúar og á www.unwomen.is. Húfan kostar 4.900 krónur og fæst í takmörkuðu upplagi.

Myndir: Saga Sigurðardóttir
Fyrirsætur: Donna Cruz, Ísold Halldórudóttir, Kristinn Óli Haraldsson og Gabríel Jaelon Culver
Stílisti: Brynja Skjaldar
Make-Up: Natalie Hamzehpour

1 Comment

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.