Gossip Girl gætu verið með endurkomu

Vinsælu amerísku sjónvarpsþættirnir Gossip Girl gætu verið með endurkomu samkvæmt vefsíðu Elle. Þættirnir voru gríðarlega vinsælir á árunum 2007-2012 og fjölluðu um efnismikla unglinga í New York, og þeirra líf sem var oft á tíðum mjög dramatískt. Aðalleikarar þáttanna voru Blake Lively, Leighton Meester, Penn Badgley, Chace Crawford og Ed Westwick.

Forseti sjónvarpsstöðvarinnar CW, Mark Pedowtiz, sagði í viðtali að endurkoma þáttanna væri möguleiki. „Þetta er í ferli, við erum að tala saman, en við erum ekki komin á leiðarenda,“ sagði Mark.

Það verða án efa margir sem hoppa hæð sína ef að þessir þættir verða endurgerðir.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.