Skrifaði hvetjandi skilaboð á banana

Vel er fylgst með hertogaynjunni Meghan Markle þessa dagana, en hún á von á sínu fyrsta barni næstu mánuðina, með Harry bretaprins. Hún virðist þó vera að nýta tímann sinn vel og um helgina eyddi hún tíma með góðgerðarsamtökum sem styðja við konur sem stundað hafa vændi.

Meghan og Harry voru að setja saman máltíðir, þegar Meghan spurði hvort að til væri tússlitur. „Ég er með hugmynd,“ sagði Meghan á meðan hún beið. „Ég sá konu gera þetta í Ameríku.“ Hugmyndin var sú að skrifa hvetjandi skilaboð á banana.

Skilaboðin sem Meghan skrifaði voru þú ert sérstök, þú ert sterk, og þú ert hugrökk, og var þeim líklega mjög vel tekið.

Glamour/Getty


Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.