Fimm flíkur sem allir ættu að eiga

Flestir vilja eiga hinn fullkomna fataskáp, með fáum en gæðamiklum flíkum sem endast lengi. En hvaða flíkur er gott að eiga í fataskápnum? Listrænn stjórnandi Balmain, Olivier Rousteing, taldi upp fimm flíkur í samtali við franska Vogue, um hvaða flíkur ættu að leynast í fataskápnum.

Jakki frá Saint Laurent, kjóll frá Victoria Beckham, gallabuxur frá Levi’s, skór frá Grenson og bolur frá Commes Des Garcon Play.
  1. Jakki með axlapúðum og í góðum gæðum. Axlapúðarnir eru mikilvægir, þeir þurfa alls ekki að vera stórir, en gera mikið fyrir heildarútlitið.
  2. Þínar uppáhalds gallabuxur í litnum sem þú velur.
  3. Stutterma- eða röndóttur bolur.
  4. Flatbotna stígvél, eða háir hælar! Þú ræður, en þetta verða að vera skór sem þú getur dansað í alla nóttina.
  5. Þröngur kjóll.

Olivier segir svo sjálfstraustið það eina sem skiptir máli, svo lengi sem maður er sjálfsöruggur þá lítur maður vel út.

Glamour/Getty. Olivier Rousteing.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.