Láta snjóinn ekki stoppa sig í Stokkhólmi

Tískuvikan í Stokkhólmi stendur nú yfir og tekur hún við af þeirri dönsku. Fólkið í Stokkhólmi lætur snjóinn ekki stoppa sig, heldur er litaglatt og heldur á sér hita með nokkrum góðum ráðum. Hér er best klædda fólkið frá fyrstu dögum tískuvikunnar.

Glamour/Getty

Litrík dúnúlpa gerir mikið, en þessi klæðist síðum blómakjól og hvítum Dr. Martens við.

Síð hlébarðakápa hentar líka vel fyrir karlmenn og er flott við gallabuxur.

Mörg lög af fatnaði er það eina sem virkar í kuldanum.

Gulur er ekki bara sumarlitur.

Þessar vinkonur styðja við hvora aðra. Þykk prjónapeysa er flott í staðinn fyrir trefil.

Skrautlegar vinkonur.

Það er flott að klæðast dragt undir þykkri kápu.

Klassísk en flott litasamsetning.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.