Morgunverðardrykkur að hætti Gwyneth Paltrow

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur undanfarin ár talað mikið um mikilvægi þess að borða hollan, hreinan mat og lifa heilsusamlegum lífsstíl. Í nýjustu kokkabókinni sinni, The Clean Plate, eru yfir hundrað uppskriftir af hollum uppskriftum.

Gwyneth segist velja morgunverðardrykki frá mánudegi til föstudags og deildi einum mjög girnilegum með ameríska Vogue. Drykkurinn er vegan svo hann hentar mörgum, og aðallega þeim sem vilja nýtt bragð á morgnanna.

Glamour/Skjáskot/Ditte Isager

Innihald
½ bolli frosin bláber
½ bolli frosið blómkál
1 matskeið möndlusmjör (án viðbætts sykurs eða sætuefna)
¾ bolli möndlumjólk (án viðbætts sykurs eða sætuefna)
1 smátt skorin daðla, steinn fjarlægður
Safi úr hálfri límónu

Svo fer þetta allt saman í blandarann.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.