Jennifer Lawrence er trúlofuð

Leikkonan Jennifer Lawrence er trúlofuð, samkvæmt Page Six. Unnustinn er Cooke Maroney, en hann er yfir listagalleríi í New York. Parið hefur verið saman síðan í sumar en hafa þau haldið sambandi sínu alveg frá sviðsljósinu.

Fréttirnar bárust eftir að heimildarmenn Page Six sáu Jennifer með stóran hring á fingri, á Raoul’s í SoHo. „Þetta var risa hringur. Það leit út eins og þau voru að fagna, hringurinn var mjög augljós,“ stóð í frétt frá Page Six.

Það er alltaf gaman þegar fólk finnur ástina.


Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.