Þetta er vinsælasta taskan frá Gucci

Gucci er vinsælasta fatamerki í heimi samkvæmt vefsíðunni Lyst.com. Á Lyst geturðu leitað af tískuvörum, en vefsíðan beinir þeim seim eru að leita á vefverslanir. Samkvæmt skýrslu frá The Lyst Index voru sex milljón manns sem leituðu að tösku, belti eða skóm frá Gucci frá október til desember árið 2018.

Það virðist sem neytendur vilji fjárfesta í klassískari hönnunarvörum. Vinsælasta taskan frá Gucci er frá árinu 2014 og er mjög klassísk og heitir Soho Disco Bag. Önnur vinsælasta varan var Gucci lógó beltið í svörtum lit með gulllitaðri sylgju.

Sjá mynd af töskunni hér fyrir neðan.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.