Gúmmískórnir eru komnir aftur

Hver getur gleymt gúmmísandölunum sem voru svo vinsælir fyrir um 10-15 árum og fengust í öllum regnbogans litum. Aðallega voru þeir notaðir sem sumarskór, þó að margir hafi elskað sína svo mikið, að þegar kólna fór í veðri, þá var bara farið í sokka og hægt var að nota skóna lengur.

Margir horfa til þessara skó með hryllingi, en fyrir þá sem sakna þessarar tísku þá eru þeir að koma aftur, og frá einu vinsælasta tískuhúsi í heiminum í dag, Off-White. Skórnir koma í nokkrum litum, en við skulum búast við að þessir skærgrænu verða vinsælastir.

Það er annað hvort að kaupa sér hönnunargúmmískó til að halda sér í tískunni, eða fara aftur í gömlu góðu Juju Jellies. Ætli einhver sé svo heppinn að eiga ennþá par?


Gúmmískórnir frá Off White fást meðal annars hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.