Kendall Jenner klæðist skóm frá KALDA

Ofurfyrirsætan og ein af Kardashian-hópnum, Kylie Jenner, klæðist íslenska skómerkinu KALDA í ítalska Vogue. Kendall er á forsíðu nýjasta blaði tímaritsins, en inni í blaðinu er langur myndaþáttur þar sem skórnir koma við sögu.

Eigandi skómerkisins KALDA er Katrín Alda Rafnsdóttir og hefur hún á stuttum tíma komið sér langt innan tískuheimsins. Skórnir hennar fást meðal annars á Farfetch.com, Selfridges í London, Browns Fashion í London og meira að segja í Japan og Kína. Merkið er þekkt fyrir klassíska en töff skó með lita – og efnasamsetningum sem maður sér ekki oft. Það verður gaman að fylgjast með skómerkinu næstu ár.

KALDA fæst í Geysi og Yeoman Boutique.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.