Stjörnurnar elska gerviloð

Gerviloð er ekki einungis fyrir þá sem hafa ekki efni á hinum rándýru ekta loðpelsum, heldur eru gerviloðspelsar orðnir mun vinsælli en þeir alvöru. Hátískuhús eins og Gucci, Michael Kors, Versace og mörg fleiri hafa öll tilkynnt að þau muni hætta að framleiða vörur úr alvöru loði.

Bella Hadid klæddist svörtum gerviloðspels á dögunum. Pelsinn er úr línu Michael by Michael Kors, en tilefnið var Michael Kors partý til að setja af stað tískuvikunni í New York. Bella klæddist öllu svörtu í stíl, þröngum kjól og stígvélum.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.