Stunduðu ekkert kynlíf fyrir hjónaband

Margir eru forvitnir um Justin og Hailey Bieber, en síðan þau giftu sig fyrr í haust hafa þau haldið einkalífi sínu frá sviðsljósinu. En þennan mánuðinn eru þau framan á ameríska Vogue og tala um samband sitt, trúna og kynlíf.

Þar segja hjónin frá bestu ákvörðun sem þau hafa tekið, að stunda ekkert kynlíf fyrir hjónaband. Bæði Hailey og Justin eru mjög trúuð og þakka kirkjunni fyrir að hafa komið þeim aftur saman.

Samband Hailey og Justin hefur verið stormasamt, en þau byrjuðu fyrst saman fyrir mörgum árum, í kringum 2010, en hættu fljótt saman því Justin var ekki á góðum stað andlega. Svo í júní á síðasta ári hittust þau aftur í kirkju og ákváðu að láta reyna aftur á samband. Justin segir að slæm og óeðlileg upplifun og önnur vandamál í kringum kynlíf árum áður hafi leitt til þess að hann ákvað að lifa skírlífi í einhvern tíma. Hann hafi verið á slæmum stað, meira að segja stundað vændishús og ákvað að það væri nóg komið.

Í viðtalinu segja hjónin að þau hafi ekki stundað kynlíf fyrir brúðkaupið, en það liðu aðeins þrír mánuðir þar til þau ákváðu að byrja aftur saman og þau gengu í það heilaga. Justin talar um hvað Hailey hefur haft jákvæð áhrif á líf hans. „Guð biður okkur ekki um að lifa skírlífi fyrir hjónaband því hann vill reglur. Hann vill vernda þig frá sársauka. Kynlíf getur sært og valdið sársauka. Margir stunda kynlíf því þá skortir sjálfstraust, karlar og konur. Þetta var betra fyrir mína sál. Og í verðlaun fékk ég Hailey,“ segir Justin.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.