Það verða allir í bangsakápu næsta vetur

Tískuvikan í New York er hafin og okkar uppáhalds tími runnin upp, þar sem við fáum að sjá vetrarlínurnar fyrir næsta vetur. Tom Ford var einn sá fyrsti til að kynna sína línu til leiks, og ef marka má hana þá verðum við öll í bangsakápu næsta vetur.

Svokölluðu bangsakápurnar hafa aðeins verið vinsælar í vetur, í brúnum og hvítum litum. Tom Ford kom með sína útgáfu, stóra og hlýja úr fallegum brúnum, hvítum og bleikum lit. Sjá hér fyrir neðan frá sýningu Tom Ford.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.