Meghan breytir til í fatavali

Meghan Markle er góð fyrirmynd fyrir aðrar óléttar konur sem eru í vanda með hvernig fatnað hægt er að klæðast á meðgöngu. Meghan velur oftast þrönga kjóla, sem er bæði þægilegt og klæðir hana vel.

Í gærkvöldi breytti hún aðeins til og klæddist hvítri skyrtu sem hún girti ofan í svart sítt pils. Hönnuður fatnaðarins er Clare Waight Keller, sú sama og hannaði brúðarkjól hennar. Þær eru nú orðnar mjög góðar vinkonur og hefur Clare hjálpað Meghan með mörg dress síðasta árið.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.