Herratískan fyrir sumarið

Nú er flesta farið að hlakka til sumarsins, að komast úr vetrarfötunum og í örlítið efnisminni fatnað. Í sumar skulum við stíga út fyrir þægindarammann og breyta til. 

Tískuhúsin sýndu fjölbreyttar herralínur fyir sumarið en það voru nokkur atriði sem stóðu upp úr. Gallaefni, hvít jakkaföt og lítil veski um hálsin voru áberandi á tískupöllunum og hefur Glamour tekið saman helstu tískustraumana fyrir næsta sumar.

Glamour/Getty.

Gallaefni frá toppi til táar
Franska tískuhúsið Balenciaga sýndi gallaefni frá toppi til táar, sem er bæði flott og þægilegt. 

Dökkgrænn 
Dökkgrænn var áberandi hjá Ermenegildo Zegna og er það góð tilbreyting frá svarta litnum. Aðrir náttúrulegir litir eins og brúnir og gráir tónar eru líka flottir fyrir sumarið.

Praktískir jakkar
Sniðugir jakkar, með fullt af vösum, hettu og úr regnheldu efni eru góð kaup. Myndin er frá sýningu  sænska tískuhússins Acne Studios.

Veskið um hálsinn
Karlmannsveski hafa ekki verið jafn vinsæl og kvenmannsveski, en þó þurfa karlar að geyma hlutina sína einhversstaðar. Fendi leysti þetta vandamál vel með litlu veski um hálsinn sem er nógu stórt til að geyma kort og síma.

Hvít jakkaföt
Það eru margir hræddir við hvít jakkaföt en nú þarf að stíga út fyrir þægindarammann. Passaðu upp á að fötin séu úr gæðaefni, og liturinn sé jafnvel aðeins út í kremaðan. Sniðið skiptir líka öllu máli og mega þau alls ekki vera of þröng. Farðu í hvítan stuttermabol eða skyrtu undir eins og á sýningu Louis Vuitton.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.