Hélt óvænta ræðu á Grammy verðlaununum

Fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, hélt óvænta ræðu á Grammy verðlaununum í gærkvöldi. Þar talaði hún um hversu mikið tónlist hefur alltaf hjálpað henni að segja sína sögu. Michelle stóð með Lady Gaga, Alicia Keys, Jada Pinkett Smith og Jennifer Lopez á sviðinu.

Glamour/Getty

„Tónlist hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi, tónlist hefur alltaf hjálpað mér með mína sögu. Og ég veit að það er líka raunin fyrir alla hér á sviðinu,“ sagði Michelle, í silfurlituðum buxum og topp frá merkinu Sachin & Babi. „Hvort sem við hlustum á dægurtónlist, rapp eða rokk, þá hjálpar tónlist okkur, okkar stolti og sorg, okkar vonum og gleði.“

„Tónlist skiptir máli, hver nóta, hver tónn, hver rödd. Er það ekki rétt hjá mér stelpur?“ sagði hún á meðan hún horfði á þær í kringum sig.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.