Í stíl á rauða dreglinum

Parið Bradley Cooper og Irina Shayk voru í stíl á rauða dreglinum á BAFTA verðlaunahátíðinni, en þau klæddust bæði svörtum jakkafötum. Irina sleppti þó hvítu skyrtunni undir og var dress hennar því látlaust en mjög flott.

Hjónin hafa haldið einkalífi sínu alveg frá sviðsljósinu og sjást sjaldan saman, en þau eiga eina dóttur sem verður eins árs á næstu mánuðum. Bradley fór heim með verðlaun fyrir bestu tónlistina í myndinni A Star Is Born, og í ræðu sinni þakkaði hann Irinu fyrir að hafa þolað lætin úr kjallaranum þegar hann var að semja lögin fyrir myndina.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.