Sagan á bakvið kjól Cardi B

Það var enginn sem vakti meiri athygli á Grammy verðlaununum á sunnudaginn heldur en söngkonan og rapparinn Cardi B, enda fór dressið hennar ekki framhjá neinum. Cardi var tilnefnd til sjö verðlauna.

Kjóllinn sem Cardi klæddist er frá árinu 1995, úr hátískulínunni frá Mugler. Kjóllinn var fyrst sýndur í París, í tilefni af tuttugu ára afmæli merkisins. Cardi breytti engu þegar hún klæddist kjólnum, heldur klæddist hún gegnsæja toppnum með svarta pilsinu sem minnir á skúlptúr. Myndir segja meira en þúsund orð.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.