Victoria Beckham bannar framandi skinn

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham hefur bannað notkun á framandi skinni í fata- og fylgihlutalínu sinni. Þau skinn sem teljast framandi eru til dæmis af snákum, krókódílum og eðlum. Victoria hefur nú þegar bannað notkun á alvöru loðfeld eins og mörg önnur tískuhús.

„Sem fyrirtæki höfum við verið að leita af leiðum til að nota vörur sem eru fengnar á siðferðislegri hátt og hafa minni áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu frá tískuhúsinu. „Við erum þess vegna ánægð að tilkynna það að við munum hætta að nota framandi skinn í allar okkar línur í framtíðinni. Þessi ákvörðun er bæði ósk okkar sem vörumerki, en einnig viðskiptavina okkar.“

Aðeins nokkrir dagar eru þangað til tískusýning Victoriu Beckham fyrir næsta haust verður haldin á tískuvikunni í London. Með þessari tilkynningu slæst tískuhúsið í hóp með Chanel, Diane von Furstenberg, Vivienne Westwood, Armani, Coach, Burberry og Gucci, en þessi fyrirtæki hafa öll hætt notkun á alvöru loðfeldi og framandi skinni.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.