Með tveimur mikilvægum konum á Óskarnum

Leikarinn Bradley Cooper tók tvær mikilvægustu konurnar í lífi hans á Óskarsverðlaunahátíðina í gær, konu sína Irinu Shayk og móður sína, Gloriu Campano. Gloria hefur oft fylgt syni sínum á rauða dregilinn en þau tvö eiga mjög náið samband.

Bradley og fyrirsætan Irina halda sambandi sínu algjörlega frá sviðsljósinu, en saman eiga þau eina dóttur. Þó að Bradley hafi ekki farið heim með nein verðlaun í gærkvöldi þá hlaut lagið Shallow Óskarsverðlaun, en Lady Gaga tók við þeim ásamt öðrum höfundum lagsins.

Glamour/Getty
Bradley og Irina
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.