Sarah Jessica Parker fer út í vínframleiðslu

Leikkonan sem margir halda svo upp á, Sarah Jessica Parker, fer út í vínframleiðslu. Leikkonan er frægust fyrir leik sinn í þáttunum og kvikmyndunum Sex & The City, þar sem hún lék Carrie.

Sarah hefur nú samstarf með vínframleiðandanum Invivo frá Nýja-Sjálandi. Munu þau í sameiningu gera hennar eigin vín, sem byrjar á rósa- og hvítvíni. „Ég er mikill vínunnandi og elska að bjóða upp á gott vín í fjölskylduboðum og með vinum svo þetta er spennandi verkefni fyrir mig,“ segir Sarah um samstarfið. „Ég verð með í öllu ferlinu eins og ég geri með allt sem ég tek mér fyrir hendur.“ Sarah Jessica hefur mikla trú á verkefninu og hefur einnig fjárfest í fyrirtækinu.


Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.