Erfði útlit og fatastíl frá móður sinni

Kaia Gerber ætlar svo sannarlega að feta í fótspor móður sinnar, Cindy Crawford, en Kaia er þrátt fyrir ungan aldur orðin ein vinsælasta fyrirsætan í dag. Kaia virðist ekki einungis hafa erft útlitið frá mömmu sinni, heldur einnig fatastílinn.

Kaia klæddist nánast sama dressinu og mamma sín, bara 28 árum síðar. Myndin af Cindy var tekin á flugvelli árið 1991 en myndin af Kaiu var tekin á flugvelli fyrir nokkrum dögum.

Þær klæddust leðurjakka, svörtum bol og bláum klassískum gallabuxum.

Glamour/Getty. Cindy Crawford árið 1991.
Kaia Gerber.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.