Glitinum er ný lausn sem fyrirbyggir mígreni

Florealis setti nýlega á markað jurtalyfið Glitinum til að fyrirbyggja mígreni. Um er að ræða algerlega nýjan valkost fyrir fólk með mígreni og er þetta eina lyfið sem fæst án lyfseðils til að draga úr mígreni. 

Mígreni er sérstaklega algengt hjá konum
Mígreni er eitt algengasta heilsufarsvandamál í heiminum. Það er talið að allt að 10% fólks sé með mígreni, en það er sérstaklega algengt hjá konum. Mígreni einkennist af slæmum höfuðverkjaköstum sem geta varað frá nokkrum klukkustundum til nokkurra daga. Mígreniköstum fylgir oft mikil ógleði og ljósnæmi. Köstin geta verið svo slæm að fólk verður óvinnufært á meðan þau standa yfir og á erfitt með að sinna daglegum athöfnum. Algengast er að fá 2-4 mígreniköst á mánuði en sjúkdómurinn er ein af algengustu ástæðum vinnutaps hjá fólki.

Þeir sem þjást af mígreni vita hve illviðráðanlegt þetta vandamál er. Sérstök lyf eru í boði til að meðhöndla mígreniköst en lausnir til að fyrirbyggja mígreniköst hafa hingað til verið fáar. 

Glitinum – Ný lausn sem fyrirbyggir mígreni
Glitinum inniheldur þurrkaða glitbrá sem er mikið rannsökuð lækningajurt og viðurkennd af Lyfjastofnun. Glitbrá inniheldur virk efnasambönd sem að virka fyrirbyggjandi við mígreni, en jurtin hefur verið notuð sem mígrenilyf í yfir 40 ár. Glitinum kemur í hylkjum og dugir að taka eitt hylki daglega til að draga úr fjölda mígrenikasta og lengja tímann á milli þeirra. Glitinum fæst án lyfseðils í flestum apótekum.


Náttúrulegar lækningavörur fyrir fólk sem gerir kröfur
Florealis er íslenskt fyrirtæki sem að býður uppá viðurkennd jurtalyf og náttúrulegar lækningavörur í hæsta gæðaflokki. Allar vörurnar byggja á vísindalegum grunni og hafa verið prófaðar mjög ítarlega. Auk Glitinum er Florealis með átta aðrar vörur til að bæta heilsu kvenna, heilbrigði húðar og andlega líðan. Allar vörurnar fást án lyfseðils í apótekum.

Gagnlegar upplýsingar um Glitinum
Notkun: 1 hylki daglega. Hylkin skal gleypa í heilu lagi. Glitinum er ekki ætlað ungmennum og börnum undir 18 ára. Ekki skal nota Glitinum á meðgöngu eða meðan á brjóstagjöf stendur. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymist við hitastig lægra en 25°C. Lyfið getur valdið óþægindum í meltingarvegi. Milliverkanir við önnur lyf hafa ekki verið tilkynntar. Notið ekki lengur en 3 mánuði í einu.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.