Oprah Winfrey óvæntur gestur á tískuvikunni

Tískuvikan í París er senn á enda, en henni líkur með sýningu Chanel á morgun. Tískuvikan hefur verið full af skemmtilegum uppákomum, en sú sem fékk hvað mesta athyglina var óvænt mæting Opruh Winfrey á sýningu Stellu McCartney fyrr í dag.

Oprah og Stella eru miklar vinkonur, en Oprah var sérstaklega komin þar sem hún er stuðningur á bakvið eitt verkefni Stellu, There She Grows. Þar geta tískuunnendur tileinkað vinum eða kunningjum tré í regnskógi í Sumatra í Indónesíu. Stella hefur alltaf látið umhverfisvernd sig varða og er fatalínur hennar umhverfisvænar og án leðurs eða alvöru loðfelds.

Eftir sýninguna voru vinkonurnar sameinaðar baksviðs.

Glamour/Getty. Stella McCartney og Oprah Winfrey.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.