Trendin á sýningu Balenciaga

Sýning Balenciaga var haldin í París í gær og er sú sýning yfirleitt mjög eftirsótt. Demna Gvasalia, listrænn stjórnandi Balenciaga, er þekktur fyrir að koma ótrúlegustu hlutum í tísku og á hann stóran þátt í mörgum trendum sem eru hvað vinsælust þessa dagana.

Á sýningunni í gær var mikið um svart, skærgulan og stutta þrönga kjóla. Hér eru trendin sem voru hvað mest áberandi.

Glamour/Getty

Skærgulur, eða æpandi gulur var notaður í yfirhafnir, stórar kápur úr ull. Fyrir bæði kynin að sjálfsögðu.

Kímónó-sloppar, bundnir um mittið og mjög síðir.

Svart frá toppi til táar.

Stuttir partíkjólar.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.