Ný lína frá H&M mun fá þig til að ferðast

H&M kynnir nýja Studiol línu fyrir sumarið 2019, en hún er stútfull af flíkum sem við verðum að eignast fyrir sumarið. Línan mun svo sannarlega kveikja í þinni ferða- og ævintýraþrá, en hún hefur að geyma flíkur sem þú getur vel notað í íslenskra sumrinu og meira að segja í vinnunni. Línan fer í sölu þann 21. mars næstkomandi og mun fást í Smáralind.

Fatalínan er hönnuð af sérstöku teymi innan H&M en fengu þau einnig hinn fræga og þekkta stílista, Geraldine Saglio. Línan er fjölbreytt og hefur geyma frjálslegar flíkur, safarikjóla og pallíettur. 

„Í H&M Studio erum við alltaf jafn spennt fyrir afslöppuðum glamúr. Það sem ég elska við línuna í vor er að það er eitthvað fyrir alla sem láta sig dreyma um glæsileg, lúxusferðalög . Þetta snýst allt um að velja lykilflíkurnar fyrir ævintýrið þitt“, segir Pernilla Wohlfahrt, yfirmaður hönnunardeildar H&M.

Með H&M Studio S/S 2019 línunni kemur einnig sumarlegur og heillandi ilmur – blanda af bergamot, amber og musk. Ilmurinn er hannaður af hinum þekkta ilmvatnshönnuði Nisrine Grillé frá hinu franska ilmhúsi Givaudan. 

„Fyrir H&M Studio S/S línuna vildi við skapa ilm sem vekur upp tilfinninguna af afslöppun og glamúr því línan er í anda nútímlegs lífstíls þar sem flakkað er á milli heimshorna. Við sjáum að þessar flottu stelpur klæðast blöndu af flíkum sem grípa athygli í takt við lágstemmdari og einfaldari klæði. Það er þessi afslappaði töffaraskapur sem veitir okkur innblástur fyrir Studio línuna“ segir Geraldine Saglio, listrænn ráðgjafi fyrir H&M Studio S/S 2019.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.